Sjálfbærni

45 veikt, eiga stjórnvöld að sjá til þess að það fái fjárhagsstuðning svo það geti framfleytt sér. Rétturinn til þátttöku í stjórnmálum Að fólk geti tekið þátt í stjórnmálum er mikilvægt fyrir lýðræði. Fólk verður að geta gefið kost á sér til að taka þátt í samtali og starfi til að stjórna og taka ákvarðanir um málefni ríkisins. Rétturinn til frelsis og mannvirðingar Réttur til frelsis og mannvirðingar felur í sér tvenns konar réttindi, annars vegar réttinn til persónufrelsis og hins vegar réttinn til persónulegs öryggis. Réttur til persónufrelsis felur það í sér að það er ekki heimilt að frelsissvipta og fangelsa einstakling á handahófs- kenndan hátt, án dóms og laga. Rétturinn til mannvirðingar og að njóta persónulegs öryggis felur í sér að lög þurfa til dæmis að banna að fólk sé beitt ofbeldi eða pyntingum og þannig eiga lögin að vernda fólk og tryggja öryggis þess.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=