Sjálfbærni

44 Mannréttindi eru af ýmsum toga og hér verða nefnd dæmi um helstu réttindi: Rétturinn til lífs Allir einstaklingar sem fæðast eiga rétt á að lifa og að vera ekki neitað um að lifa. Aðstæður þurfa að vera þannig að fólk geti skapað sér og fjölskyldum sínum gott líf. Þannig tengist rétturinn til lífs réttinum til að hafa lágmarksframfærslu, sem er að hafa nóg fæði, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og öðrum réttindum sem leggja grunninn að því að einstaklingar geti lifað. Rétturinn til að njóta friðhelgi einkalífs Einstaklingar eiga rétt á að lifa án afskipta stjórnvalda af lífi sínu, heimili, samskiptum og öðru sem varðar persónuleg málefni. Stundum þurfa stjórnvöld að koma til aðstoðar og trufla einkalíf ef eitt- hvað á sér stað sem krefst þess. Til dæmis þarf lögregla að bregðast við ef ofbeldi er beitt inni á heimilum og barnaverndarþjónustan þarf að hjálpa þar sem börn búa við vanrækslu eða slæma umsjón. DÆMI UM MANNRÉTTINDI Rétturinn til atvinnu Atvinnufrelsi eru mannréttindi og er meginreglan sú að fólk geti unnið sér inn laun á þann hátt sem það kýs, að því gefnu að starfið eða þjónustan sem viðkomandi innir af hendi stríði ekki gegn lögum. Rétturinn til heilbrigðisþjónustu Sérhver manneskja á rétt til að njóta bestu mögulegu heilbrigðis- þjónustu. Það þýðir til dæmis að allir eiga rétt á að fá læknisaðstoð ef þeir veikjast eða slasast. Rétturinn til menntunar Ríki þurfa að tryggja að það starfi skólar og að öll hafi tækifæri til að sækja sér menntun. Rétturinn til að fá og hafa nægan pening Öll eiga að geta aflað sér peninga til að geta haft nóg til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Ef fólk getur ekki unnið, til dæmis ef það er

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=