Sjálfbærni

43 Það er á ábyrgð ríkja eins og Íslands, að tryggja mannréttindi fólks Í mannréttindasamningum sem gerðir hafa verið kemur oft fram að ríki bera þá skyldu að tryggja að mannréttindi séu virt. Þess vegna þarf oft að setja lög, til dæmis lög um einhverja þjónustu sem þarf að veita fólki. Stund- um þarf að búa til ákveðna þjónustu sem hefur ekki verið til áður, sjá til þess að fólk geti menntað sig til að geta veitt þjónustuna og svo þarf ríkið að passa að nægir peningar séu til staðar til að greiða fyrir kostnaðinn af þjónustunni. Dæmi um svona þjónustu er heilbrigðisþjónusta, skóla- kerfið, samgöngur, matvælaframleiðsla, þjónusta við fatlaða og fleira. Ísland er aðili að mörgum mannréttindasamningum Mannréttindasamningar eru oftast alþjóðasamningar sem þýðir að margar þjóðir eru aðilar að þeim, þ.e. samningsaðilar. Ísland er aðili að mörgum mannréttindasamningum, m.a. flestum mannréttinda- samningum Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Fyrstu mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af Alls- herjarþingi SÞ árið 1948 og er yfirlýsing um það sem telja skuli mannréttindi. Hún er þó ekki eiginlegur bindandi samningur í sjálfri sér, en eftir að yfirlýsingin var birt var hafist handa við að semja mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktir voru árið 1966, Alþjóða- samning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi annars vegar og Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. RÍKI BERA ÁBYRGÐ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=