Sjálfbærni

42 Oft er sagt að mannréttindi hvers og eins takmarkist við mannréttindi annarra. Það sem átt er við með því er að fólk getur athafnað sig í frelsi og friði svo lengi sem það skaðar ekki aðra eða réttindi annarra. Þess vegna eru það til dæmis ekki mannréttindi að geta krafist þess að nágranni máli hús sitt grænt, jafnvel þó að það sé eini liturinn sem maður kann að meta. Mannréttindi takmarkast líka af mörgu öðru. Meðal annars af því sem ekki er hægt að reikna með eða ekki er hægt að framkvæma. Það eru til dæmis ekki mannréttindi að geta krafist þess að það sé alltaf sól. Það eru ekki heldur mannréttindi að fá milljón á mánuði fyrir vinnu sína en það eru mannréttindi að fá nóg til að geta lifað með reisn, haft nægan pening fyrir mat, fötum og húsnæði. HVAÐA RÉTTINDI ERU EKKI MANNRÉTTINDI? Aðeins þau réttindi sem koma skýrt fram í mannréttindasamningum geta talist vera mannréttindi. Það getur þó stundum verið brot gegn einhverjum mannréttindum ef fólki er neitað um réttindi eða aðgang að gæðum eða þjónustu, t.d. þegar fólk með ákveðinn húðlit mátti ekki nota strætisvagna eins og annað fólk. Þannig fléttast mannréttindi næstum því alltaf inn í almenn samskipti og athafnir í daglegu lífi og í samfélaginu. Það á sérstaklega við þegar um er að ræða samskipti einstaklinga við þjónustustofnanir sem ríkið rekur og starfsfólk þeirra. Til dæmis lenda fatlaðir einstaklingar oft í því að komast ekki þangað sem þeir þurfa að fara því að aðgengi fyrir hjólastóla er ekki gott.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=