41 Mannréttindi eru þau grunnréttindi sem ríki heims eru sammála um að allir eigi að njóta án þess að vera mismunað og óháð uppruna, kyni, stétt, stöðu, trúarbrögðum og fleiri þáttum. Mannréttindi eru réttindi sem eru skrifuð í mannréttindasamninga sem oftast hafa verið undirritaðir af mörgum ríkjum. Mannréttindi eru þau réttindi sem eru lífsnauðsynleg, eru nauðsynleg til þess að fólk geti lifað, tekið þátt í lífinu og notið lífsins. Til að skilja hvaða réttindi geta talist vera mannréttindi er gott að nefna þau allra augljósustu og mikilvægustu: + Rétturinn til lífs + Rétturinn til frelsis + Rétturinn til mannvirðingar + Rétturinn til friðhelgi einkalífs Öll þessi réttindi eru algjör grundvöllur fyrir að manneskja geti lifað og dafnað sem einstaklingur. HVAÐA RÉTTINDI ERU MANNRÉTTINDI?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=