Sjálfbærni

40 Hver manneskja er fædd með sín eigin mannréttindi. Þó er það ekki þannig að mannréttindi allra séu virt. En mannréttindi eru samt grundvallarréttindi sem verða aldrei frá fólki tekin og eru alltaf í gildi. Segja má að þau séu uppskriftin að því hvað þurfi að vera til staðar svo fólk geti lifað og notið ákveðinna grund- vallarlífsgæða. Allt fólk á það sameiginlegt að eiga mannréttindi og allir geta krafist þess að fá réttindi sín uppfyllt ef brotið hefur verið gegn þeim. Réttindi fólks eru mörg og ólík og tengjast hvort öðru innbyrðis og eru hvert öðru háð. Sem dæmi um það þá er til dæmis rétturinn til að kjósa háður réttinum til að mennta sig og fá upplýsingar. Án þess að fá fræðslu og upplýsingar um hvaða valkostir standa til boða þegar kosið er í almennum kosningum, svo sem til Alþingis, þá er rétturinn til að kjósa bara orðin tóm og verður einstaklingnum ekki að gagni. Sjálfbær heimur, sem við stefnum að, á að tryggja öllu fólki aðgang að nauðsynjum, öryggi og frið svo það fái notið mannréttinda sinna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=