Sjálfbærni

4 öll munum við njóta góðs af framþróun á þessu sviði. Og öll eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun göfug og góð. Í markmiði 4 er sjónum beint að menntun fyrir alla, að öllum verði tryggður að- gangur að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Í lið 4.7 er vikið að sambandi sjálfbærni og menntunar. Að því er stefnt að fyrir árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífs- stíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mann- réttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar. Ég hvet ykkur öll til að fræðast um sjálfbært samfélag og sjálfbæran lífsstíl. Ekkert okkar er fullkomið, öll getum við alltaf gert betur, en ef við leggjum okkur fram er ótrúlegt hversu miklu fólk fær áorkað, hvert um sig og ekki síður í krafti fjöldans. Kveðja forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=