Sjálfbærni

37 Þannig geta birtingarmyndir kynbundins ofbeldis verið andlegt, fjárhagslegt eða líkamlegt ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, mansal, vændi eða jafnvel morð. Ein af nýlegum birtingarmyndum kynferðisofbeldis er svokallað staf- rænt kynferðisofbeldi. Þá er efni sem sýnir nekt eða kynferðislega tilburði dreift án samþykkis eða því hótað, láti þolendur ekki undan vilja gerandans. Stafrænt kynferðisofbeldi þykir sérstaklega erfitt viður- eignar þar sem gerendur geta oft hulið sig í gegnum netið. Ungt fólk og börn eru ekki síst í hættu þegar kemur að stafrænu kynferðisofbeldi þar sem gerendur eru stundum jafnaldrar þeirra og fremja brotin jafnvel í hugsunarleysi. Stundum eru gerendurnir líka fullorðnir einstaklingar sem vinna sér inn traust þolenda til þess að geta brotið gegn þeim. Á undanförnum árum hefur farið í gang vitundarvakning sem hefur breytt hugmyndum margra um bæði útbreiðslu og alvarleika kynferðislegs ofbeldis. Árið 2018 fór #MeToo byltingin mjög víða og varð til þess að margar konur, sem aldrei áður höfðu stigið fram, sögðu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Frá- sagnirnar urðu til þess að margir þolendur áttuðu sig á því að reynsla þeirra var ekki einsdæmi. Fleiri sem höfðu aldrei leitt hugann að því hversu útbreitt kynferðisofbeldi er í raun og veru vöknuðu til vitundar í #MeToo byltingunni og kölluðu eftir breytingum í samfélaginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=