Sjálfbærni

36 Íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í klámáhorfi. Hvaða áhrif heldur þú að klámáhorf hafi á samskipti kynjanna? Einkenni nauðgunarmenningar er að í henni er gert lítið úr kynferðislegu ofbeldi, að það sé talið léttvægt eða jafnleg eðlilegt og að hægt sé að afsaka það. Birtingarmyndir nauðgunarmenn- ingar geta verið margvíslegar, eins og til dæmis í nauðgunar- bröndurum, með því að umbera eða afsaka kynferðislega áreitni og með því að kenna þolendum um nauðgun með því að segja að ef þeir hefðu bara klætt sig öðruvísi eða hagað sér á annan máta hefði þeim ekki verið nauðgað. Þá er stór hluti af nauðgunarmenningu gerendameðvirkni. Gerenda- meðvirkni er það þegar fólk trúir ekki þolendum og reynir að útskýra eða afsaka hegðun gerenda. Þá hefur fólk meiri áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á gerendur að vera ásakaðir um ofbeldi en hvaða áhrif það hefur á fólk að vera nauðgað. Þessi viðhorf hafa haft þær afleiðingar að þolendur veigra sér við að stíga fram og leita réttar síns. Á Íslandi og í öllum ríkjum heims gengur illa að sækja til saka og sakfella fyrir kynferðisbrot. Í íslenskum lögum er kynbundið ofbeldi skilgreint sem svo: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=