34 Hvernig breytum við skökku verðmætamati? Sumt fólk telur bestu leiðina að hvetja karla til að fara í umönnunarstörf og konur í bygg- ingarstörf. Aðrir telja betra að endurmeta kvennastörf og hækka laun þeirra. Hvað finnst þér? Eitt er víst og það er að við eigum ekki eftir að ná kynjajafnrétti fyrr en konur fá greidd sömu laun og karlar fyrir sambærilega vinnu. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er undirstaða kvenfrelsis í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi Eitt mikilvægasta málefni jafnréttisbaráttunnar hefur verið kynfrelsi en í því felst frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort og hvenær hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum en einnig rétturinn til þess að fræðast um og hafa vald yfir eigin líkama. Í þessum kafla lærir þú meira um kynbundið ofbeldi, drusluskömm, nauðgunarmenningu, stafrænt kynferðisofbeldi og #MeToo. Stór hluti af baráttu kvenna og kvára fyrir kynfrelsi hefur snúist um aðgang að getnaðarvörnum og að fólk megi njóta kynlífs á sínum eigin forsendum en ekki annarra. Það að ráða yfir sínum eigin líkama er að hafa rétt til að velja eða hafna þátttöku í kynlífi og að vera frjáls undan hvers kyns kynferðislegri misnotkun, svo sem nauðgunum, kynferðislegri áreitni og drusluskömm. Drusluskömm er áfellisdómur sem fólk verður fyrir vegna þess að það fellur á einhvern máta ekki undir væntingar samfélags- ins til kyn- eða kynlífshegðunar. Konur verða mun frekar fyrir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=