Sjálfbærni

33 Ástæður fyrir því að konur hafa almennt lægri tekjur en karlar eru marg- víslegar. Stundum er um beina mismunun að ræða, þegar fyrirtæki borga konum lægri laun fyrir sömu eða sambærileg störf karla. Önnur ástæða er sú að konur vinna meiri ólaunaða vinnu, svo sem við heimilisstörf eða að sinna fjölskyldu og börnum en karlar og verja því að meðaltali styttri tíma við launaða vinnu í hverjum mánuði. Að lokum getum við sagt að ástæðan á bak við þetta kjaramisrétti sé sexismi, sú staðreynd að starfsgreinar þar sem konur eru í meirihluta eru almennt lægra launaðar heldur en starfsgreinar þar sem karlar eru í meirihluta. Hvað getum við gert til að uppræta launamun á milli kynjanna? Stjórnvöld á Íslandi hafa gripið til ýmissa aðgerða til að jafna launin og eru allar þessar aðgerðir mikilvægur þáttur í að vinna gegn kjaramisrétti. Til þess að uppræta beina mismunun á vinnustað höfum við sett í lög að íslenskir atvinnurekendur þurfa að gangast undir jafnlaunavottun á þriggja ára fresti. Þetta þýðir að íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfa reglulega að sanna það að ekki sé verið að mismuna gegn neinum starfsmanni, hvort sem vegna kyns eða annarra þátta. Einnig höfum við sett í lög kynjakvóta, að konur verði að vera minnst 40% af stjórn- um fyrirtækja sem eru með fleiri en 50 starfsmenn. Annar stór þáttur í kjaramisrétti er að konur vinna almennt meiri ólaunaða vinnu við heimilisstörf og umönnun en karlar vinna fleiri launaðar vinnustundir. Til þess að uppræta þennan mun þurfum við að tryggja að karlar taki meiri ábyrgð inni á heimilinu en þeir gera í dag. Verkfæri sem stjórnvöld hafa til að jafna þennan mun eru til dæmis jafnt fæðingarorlof og ódýr dagvistun fyrir öll börn. Þetta eru verkfæri sem hvetja karla til að taka þátt í umönnun fjölskyldunnar og gerir konum kleift að snúa aftur inn á vinnumarkaðinn. Að lokum er það þriðji og stærsti þátturinn sem veldur launamun kynj- anna: skakkt verðmætamat samfélagsins. Konur á Íslandi vinna meira en karlar í störfum við þjónustu, umönnun og fræðslu, sem eru lægra launuð en störf í starfsgreinum þar sem karlar eru í meirihluta, eins og í framleiðslu eða byggingarstarfsemi. Enn sem komið er eru fá verkfæri sem við höfum til að uppræta þennan mun. Þessi ástæða afhjúpar kynjakerfið sjálft, þá staðreynd að kvennastörf eru minna metin en karlastörf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=