32 Hér á Íslandi og á Norðurlöndunum erum við komin langt í að tryggja jafnrétti kynjanna og kvenfrelsi en þó er enn langt í land að við náum fullkomnu jafnrétti. Áskoranirnar sem bíða okkar eru stórar. Við þurfum að uppræta kyn- bundið kjaramisrétti, að konur fái borguð lægri laun fyrir störf sín en karlar. Við þurfum að uppræta kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn kon- um. Við þurfum að tryggja að fjölbreytileikinn njóti sín í samfélaginu, að fólk með ólíka líkama, ólíkan húðlit, ólíkan uppruna, ólíka kynhneigð, ólíka kynvitund, ólíka kyntjáningu, ólíkar skoðanir, að við fáum öll að taka fullan og óskertan þátt í samfélagsumræðunni og að okkur sé ekki mismunað á neinn hátt. Í þessum kafla verður staða jafnréttisbaráttunnar í dag skoðuð. Kjaramisrétti Árið 2021 höfðu konur á Íslandi að meðaltali 23,5% lægri atvinnutekjur í hverjum mánuði en karlar. Í þessum kafla lærir þú um helstu ástæður að baki kynbundnum launamun og hvaða verkfæri stjórnvöld og fyrirtæki hafa til að bregðast við þessu óréttlæti. HELSTU ÁSKORANIRNAR Á ÍSLANDI
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=