Sjálfbærni

31 Á Íslandi voru samþykkt lög um kynrænt sjálfræði árið 2019 sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt. Í þeim lögum er lagaleg skilgreining hugtaksins kyns opnuð þannig að nú er hægt að skrá sig sem konu, karl eða kynsegin/annað. Lagalega eru kynin ekki lengur bara tvö heldur geta þau verið fjölmörg. Fjórða bylgjan: Samfélagsmiðlabyltingin? Mörg vilja nú meina að við séum stödd í hringiðu fjórðu bylgju femín- ismans, enn er fólk ekki sammála um nákvæmlega hvað einkennir þessa byltingu. Fjórða bylgja femínismans hefur oft verið tengd við samfélagsmiðla. Ein- staklingar og hópar nýta sér samfélagsmiðla og internetið til þess að vekja athygli á málefnum og stofna umræðuhópa þeirra sem vilja sjá breytingar í átt að jafnrétti. Eitt af einkennum fjórðu bylgjunnar eru allskyns myllumerkjaherferðir, eins og #metoo, #églíka og #höfumhátt. En einnig hefur fjórða bylgjan einkennst af dýpri skilningi okkar á fjölbreytileikanum. Það er ekki nóg að leggja áherslu á fjölbreyti- leika ef við breytum ekki samfélaginu öllu svo það taki tillit til þarfa ólíkra hópa og gefi öllu fólki á Íslandi sömu tækifæri á öllum sviðum samfélagsins. Í dag er talað um að nú séum við í fjórðu bylgju femínismans. Hvaða baráttumál hefur þú tekið eftir sem má flokka undir fjórðu bylgju femínismans?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=