Sjálfbærni

30 rífa samfélagið, feðraveldið, upp með rótum, aðrir töldu verkalýðsbar- áttuna lykilinn að jafnrétti og enn aðrir femínistar einbeittu sér að lagalegu jafnrétti. Hér á Íslandi mörkum við upphaf annarrar bylgjunnar við 1. maí 1970 þegar konur fjölmenntu í kröfugöngu verkalýðshreyfingarinnar í Reykja- vík. Þær gengu niður Laugarveginn og báru stóra Venusarstyttu sem á stóð Manneskja, ekki markaðsvara. Þá um sumarið var Rauðsokka- hreyfingin formlega stofnuð. Þann 24. október 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf í einn dag, í svokölluðu kvennafríi, til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna í samfélaginu. Þrátt fyrir að mikil gróska hafi verið í starfi femínísku hreyfingar- innar á Íslandi á 8. og 9. áratugnum, þá voru konur útilokaðar úr stjórnmálunum. Konur stofnuðu sérstakan stjórnmálaflokk, Kvennalistann, árið 1983 og buðu fram til Alþingis. Kvennalistinn starfaði á Alþingi allt fram til ársins 1999 og hafði mikil áhrif á allt stjórnmálastarf. Þriðja bylgjan: Fjölbreytileikinn Þriðja bylgja femínismans hófst á 10. áratug síðustu aldar. Í henni var lögð áhersla á fjölbreytni og frelsi einstaklingsins. Femínistar gagnrýndu fyrri bylgjur femínismans og sögðu þær einsleitar, að hvítar millistéttar- konur hefðu verið áberandi í baráttunni og að konur sem tilheyrðu minnihlutahópum, líkt og svartar konur eða samkynhneigðar eða fatlaðar konur, væru útilokaðar úr samtalinu. Femínistar bentu á að það væri ekki aðeins kyn sem hefði áhrif á stöðu kvenna í samfélaginu, heldur einnig aðrir þættir líkt og uppruni, kyn- hneigð, stétt, líkamsgerð, fötlun og svo framvegis. Í þriðju bylgjunni fóru femínistar að afbyggja kynjakerfið sjálft, þá hugmynd að aðeins séu til tvö kyn – karl og kona. Fólk fór að átta sig á að kyn væri flóknara en hægt væri að einfalda í þessa tvo flokka. Kynvitund vísar til þeirrar upplifunar sem manneskja hefur af eigin kyni. Kynvitund getur bæði samsvarað eða verið andstæð því kyni sem manneskju var úthlutað við fæðingu. Flest fólk efast aldrei um kyn sitt, það fæðist í líkama með kyneinkenni sem samsvara upplifðu kyni og þá tölum við um að það fólk sé sískynja. Trans fólk fæðist hins vegar með kyneinkenni sem eru andstæð þeirra upplifun. Sumt fólk upp- lifir sig hvorki sem karl eða konur og er þá kynsegin og kallað kvár (samanber kona og karl).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=