Sjálfbærni

3 Sjálfbærni er lykilorð um okkar daga og alla framtíð. Síðustu aldir hefur mannkyn allt stórbætt eigin hag. Okkur hefur lánast að nýta auðævi jarðar í ríkari mæli en formæðrum okkar og forfeðrum tókst kynslóð fram af kynslóð, öld eftir öld, árþúsund eftir árþúsund. Við virkjuðum vatnsafl betur en áður. Við fórum að nýta gufuafl og rafmagn, jarðefni og jarðhita. Við beisluðum kjarnorku, bjuggum til plast og önnur gerviefni og gengum inn í stafrænan heim. Við höfum bætt heilsu og aukið velmegun um víða veröld. Um leið höfum við eflt algild mannréttindi, málfrelsi og trúfrelsi, ferðafrelsi og ástfrelsi. Mannanna láni er þó misskipt. Sum okkar njóta allra lífsins gæða, önnur búa við sult og seyru, harðstjórn og harðneskju. Og við höfum gengið nærri móður náttúru. Búskapur okkar á jörðinni er orðinn ósjálfbær, hann hefur leitt yfir okkur loftslagsvá og nú stefnir í óefni ef ekkert er að gert. Sjálfbærni mun ekki leysa allan okkar vanda en án sjálfbærni í orði og verki er voðinn vís. Öll getum við lagt okkar af mörkum,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=