Sjálfbærni

28 Síðustu áratugina höfum við náð langt í að tryggja kynjajafnrétti, þó enn eigum við langt í land. Við eigum þennan árangur að þakka aldalangri baráttu kvennahreyfingarinnar, baráttu femínista út um allan heim fyrir kvenréttindum og kynjajafnrétti. Í þessum kafla lærir þú um femínísma og um sögu femínísku hreyfingarinnar, allt frá baráttu- konunum fyrir kosningarétti kvenna á 19. öld til baráttufólks 21. aldar sem berst fyrir réttindum fólks af öllum kynjum. Femínismi er pólitísk hugmyndafræði. Femínistar trúa því að fólk af öllum kynjum sé jafnt og eigi að hafa jöfn réttindi, jöfn tækifæri og jafnan aðgang að allri þjónustu samfélagsins. Femínisminn á rætur sínar að rekja til pólitískrar baráttu sem hófst á 19. öld þegar konur í Bandaríkjunum og Evrópu fóru að berjast fyrir borgaralegum rétt- indum kvenna, svo sem kosningarétti, eignarrétti og rétti til náms og starfa. Með tímanum hafa baráttumál femínismans breyst eftir því sem samfélagið hefur breyst. Oft er talað um fjórar bylgjur í kvenréttindabaráttunni. Fyrsta bylgjan miðar við 19. öld og fyrstu áratugi þeirrar tuttugustu, önnur bylgjan hófst um 1960 og stóð fram eftir 9. áratugnum og þriðja bylgjan SAGA FEMÍNISMANS hófst á 10. áratug síðustu aldar. Mörg segja að við upplifum einmitt núna nýja bylgju femínisma, sem er þá sú fjórða. Hver bylgja hefur ákveðin sérkenni og í næsta kafla vörpum við ljósi á þessa þróun. Fyrsta bylgjan: Baráttan fyrir borgaralegum réttindum Lengi höfðu konur á Vesturlöndum minni lagaleg réttindi en karlar og færri möguleika á að njóta gæða samfélagsins. Á Íslandi höfðu konur ekki sama rétt og karlar til að erfa eignir foreldra sinna fyrr en árið 1850; jafnan kosningarétt og möguleika til að bjóða sig fram til embætta í sveitarstjórnum öðluðust konur ekki fyrr en árið 1908. Réttur kvenna til náms og starfa var ekki tryggður fyrr en árið 1911 og konur fengu ekki almennan kosningarétt fyrr en árið 1915. Barátta kvenna á Vestur- löndum til að tryggja formleg borgaraleg réttindi sín hefur oft verið kölluð fyrsta bylgja femínismans og konurnar sem börðust fyrir þessum réttindum kallaðar súffragettur. Mörg vilja rekja upphaf skipulagðrar kvenréttindabaráttu til Seneca Falls ráðstefnunnar sem haldin var í júlí 1848 í New York. Mörg þau sem börðust fyrir kvenréttindum börðust einnig fyrir afnámi þrælahalds. Sojourner Truth sem fæddist í þrældómi hvatti súffragettur 19.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=