Sjálfbærni

26 KYNJABOXIN Þrátt fyrir að vera flest flokkuð í stráka- eða stelpubox við fæðingu, þá búum við öll yfir einkennum sem passa ekki svo vel við staðalmyndir um konur og karla. Hvaða eiginleika, hæfileika, áhugamál eða viðhorf hefur þú sem passa ekki í kynjaboxin? kyni, sem er það líffræðilega kyn sem einstaklingi var úthlutað við fæðingu, og svo kyngervi, en það er hvernig samfélagið býst við að einstaklingur hagi sér út frá þessu líffræðilega úthlutaða kyni. Staðalmyndir kynjakerfisins fela í sér að fólk eigi að uppfylla ákveðin kynhlutverk þar sem útlit, hegðun og hugsun karla og kvenna eiga að vera gjörólík, svo sem að karlar eigi að vera stórir, sterkir og beita kaldri rökhugsun á meðan konur eigi að vera smágerðar, mjúkar tilfinningaverur. Kynjakerfið er oft kallað feðraveldi en í slíku kynjakerfi gegna karlar flestum valdastöðum og það sem er tengt körlum og karlmennsku er hærra skrifað en það sem er tengt konum og kvenleika. Nafnið á feðraveldi hefur ekkert með pabba að gera heldur vísar nafnið til þess að á árum áður voru feður höfuð fjölskyld- unnar og stjórnuðu þeim sem tilheyrðu henni. Fjölskyldan var þannig í raun eign föðurins. Samfélagið, stofnanir þess, reglur og venjur voru skipulögð af valdamiklum körlum og tóku því fyrst og fremst mið af þörfum þeirra og hugmyndum. Frá þessu fyrirkomulagi sprettur kvenfyrirlitning þar sem konur geta aldrei verið jafn mikilvægar og karlar og þar sem karlar og það sem þeir gera þykir mun merkilegra en það sem önnur kyn gera.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=