Sjálfbærni

25 Í öllum samfélögum heims má finna hugmyndir um á hvaða hátt kynin eru ólík, og hafa samfélög smíðað sér reglur um hvernig hvernig ólík kyn eiga að líta út, hegða sér eða klæða sig. Þessar óskrifuðu reglur köllum við kynjakerfið. Í þessum kafla lærir þú um kynjakerfi, hvernig það virkar, hvaða fólk passar ekki inn í ramma kynjakerfisins, hvernig kynjakerfið elur á fordómum og kvenfyrirlitningu og hvernig kynjakerfið gefur sumu fólki for- réttindi í samfélaginu. Kynjakerfið byggir á einfaldri tvíhyggju, að einungis séu til tvö kyn, konur og karlar. Kynjakerfið segir að þessi tvö kyn eru svo ólík að þau séu í raun andstæður hvort annars og einnig að þau laðist undantekningarlaust hvort að öðru en ekki að fólki af sama kyni. Í kynjakerfinu er útilokaður fjölbreytileiki mannkynsins og samkynhneigt fólk, tvíkynhneigt fólk, pankynhneigt fólk, eikynhneigt fólk, trans fólk, intersex fólk og kynsegin fólk passar ekki í kerfið. Hugmyndir eins og þessar byggja á staðalmyndum um kynin þar sem allir „alvöru karlar“ og allar „alvöru konur“ búa yfir ákveðnum eiginleikum. Þar er ekki gerður greinarmunur á annars vegar KYNJAKERFIÐ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=