Sjálfbærni

24 á að tryggja mannréttindi, þá gæti fólk verið kosið til valda sem afnemur réttindi okkar. Í heiminum hefur gengið illa að tryggja kvenréttindi og jafna stöðu kvenna og kvára í samfélaginu. Konum er mismunað í öllum ríkjum heims, hvort sem litið er til heilsu, efnahags, stjórnmála, menntunar eða vinnumarkaðar. Síðustu áratugina hafa femínistar, baráttufólk fyrir kynja- jafnrétti, unnið ötullega að kvenréttindum og jafnri stöðu kynja um allan heim. Barátta þeirra hefur náð miklum árangri en hvergi hefur okkur enn tekist að skapa samfélag sem byggir á fullkomnu jafnrétti kynjanna. Misskipting gæða á milli kynjanna er enn mikil, karlar hafa mun fleiri tækifæri en önnur kyn og þeir hafa mun meiri völd. Árið 2015 settu Sameinuðu þjóðirnar sér heimsmarkmið um sjálfbæra þróun sem eiga að leiða til betra lífs, lífsskilyrða og umhverfis árið 2030. Markmiðin eru sautján talsins og eitt þeirra er að tryggja jafnrétti kynjanna. Konur eru helmingur mannkynsins og án þeirra og án þess að tryggja kynjajafn- rétti, getum við ekki tryggt sjálfbæra framtíð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=