23 Við búum í heimi þar sem mannréttindi eru ekki sjálfsögð réttindi eins og þau ættu að vera. Sums staðar njóta konur ekki sömu réttinda og karlar og annars staðar er hinsegin fólk sett í fangelsi og jafnvel tekið af lífi fyrir að vera trans eða fyrir að hafa elskað manneskju af sama kyni. Sums staðar eru réttindi barna fótum troðin og annars staðar njóta þau sem búa við fötlun ekki sjálfsagðra réttinda. Sums staðar eru réttindi háð því hvort við séum rík eða fátæk og annars staðar því hvaða þjóðerni eða trúarhóp við tilheyrum. Mannréttindi og jafnrétti eru ekki sjálfsögð, heldur þurfum við að berjast fyrir þeim og standa vörð um þau svo að þau glatist ekki. Í þessum kafla lærum við að þrátt fyrir að við höfum náð langt í að tryggja kynjajafnrétti og réttindi kvenna á Íslandi, þá eigum við langt eftir til að tryggja sömu réttindi á heimsvísu. Í löndum þar sem lagaleg réttindi hafa verið tryggð, er ekki víst að framkvæmd þessara laga tryggi öllum þau réttindi. Samfélög geta haft fullkomna löggjöf til að tryggja réttindi allra borgara en mismunað samt fólki vegna fordóma og van- virðingar á lagalegum réttindum. Ávallt verður að hafa í huga að mannréttindi eru ekki sjálfsögð. Ef við pössum ekki upp JAFNRÉTTI KYNJA JAFNRÉTTI KYNJA
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=