Sjálfbærni

20 + Af hvaða rótum skyldu slíkar athugasemdir eða spurningar vera runnar? + Hvaðan sprettur til dæmis sú þörf að draga athygli að útlitslegum mun fólks? Þess konar spurningar virðast sakleysislegar en þegar þær safnast saman getur einstaklingurinn sem fyrir þeim verður smám saman talið sig óvelkominn í samfélaginu, fundist erfitt að tilheyra á sama hátt og aðrir og upplifað sig óvelkominn. Öllu alvarlegra er þegar fólki er mismunað á grundvelli kyns, uppruna, trúar, kynhneigðar, fötlunar eða annarra viðlíka þátta. Í þessu felst að komið er verr fram við ein- staklinginn eða jafnvel að staða hans gagnvart stofnunum er lakari en annarra. Slíkt er kallað stofnanabundin mismunun. Oft má rekja mismunun til fljótadóma eða fordóma þar sem fyrirfram gefnar hugmyndir um þekkingu, getu og hæfni einstaklinga eru bundnar neikvæðum staðalímyndum. Til dæmis er of oft litið svo á að nemendur sem geti ekki talað tungumál meirihlutans í skólanum hljóti að eiga í erfiðleik- um með að læra eða hafi ekki mikilvæga þekkingu fram að færa í skóla- samfélaginu. Þannig er nemendum af erlendum uppruna, sem tala annað tungumál en það sem notast er við í skólum þeirra, gjarnan mismunað um jöfn tækifæri til tjáningar og athafna innan skólasamfélagsins. MENNING, FJÖLMENNING & FORDÓMAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=