Sjálfbærni

19 Eitt er víst að samfélag okkar er og mun ávallt verða samsett af fólki úr afar ólíkum áttum með mismunandi bakgrunn og reynslu. Í fjöl- menningarlegu samfélagi skiptir máli hvernig við bregðumst við fjölbreytileikanum. Þ.e. hvernig við eigum í samskiptum við, sköpum tengsl og finnum til ábyrgðar með þeim sem eru ólíkir okkur sjálfum. Gjarnan höfum við ákveðnar fyrir fram gefnar hugmyndir um fólk sem er ólíkt okkur sjálfum jafnvel þó svo að við þekkjum ekki til sögu þess eða aðstæðna. Slíkt gæti verið dæmi um fljótadóma. Fljótadómar eru fordómar sem við grípum öll til á einhverjum tíma. Fljótadómar byggja á ómótuðum eða fyrirfram gefnum hugmyndum um ákveðin málefni. Það kemur fyrir okkur öll að grípa til þess konar staðalímynda endurtekninga eða fyrirsagna ef við þekkjum ekki sjálf nægilega vel til málefna sem við erum beðin um að taka afstöðu til. Flóttafólk og innflytjendur verða mjög oft fyrir slíkum fordómum. Ef við skoðum orðið fordómar felur það einmitt í sér að einhver fellir dóm án þess að kynna sér mál af sanngirni. Þar sem nánast er ómögulegt að kynna sér alltaf öll mál nákvæmlega áður en tekin er afstaða til þeirra hljóta flestir, ef ekki allir, að grípa einhvern tímann til fordóma. Í tengslum við staðalímyndir, fordóma og fljótadóma er mikilvægt að skoða frekari af- leiðingar sem geta verið sársaukafullar og alvarlegar fyrir þá sem verða fyrir þeim. Þar má nefna öráreitni sem líkja má við flugnabit og er einmitt útskýrt vel hér. Öráreitni getur verið hversdagsleg athugasemd líkt og þegar einstaklingur sem hefur annars konar yfirbragð, kannski dekkra hörund og hár, en meiri- hluti íbúa landsins er margsinnis spurður hvaðan hann eða hún sé eða hvort snerta megi hárið eða húðina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=