18 Menning er ávallt ólík og fjölbreytt og mótast af öllu því fólki sem tekur þátt í samfélagi eða myndar þjóð. Einnig getur myndast ákveðin og fjölbreytt menning í minni hópum innan og utan stærri samfélaga og þjóða. + Hvað gæti til dæmis einkennt unglingamenningu? + Fylgja unglingar sem hópur gildum, skoðunum og hefðum sem saman skapa menningu þeirra eða er til margskonar unglinga- menning? Það eru góðar líkur á að þú eigir fjölbreyttari og ólíkari vinahóp en foreldrar þínir eða afi þinn og amma áttu á sínum yngri árum enda eru langflest samfélög í dag fjölmenningarleg samfélög þar sem fólk af ólíku þjóðerni, menningar- og landsvæðum kemur saman. Fjölmenn- ing er auðvitað ekki ný af nálinni og í gegnum tíðina hefur fólk haft ýmsar ástæður til þess að flytjast á milli ólíkra landa og menningar- heima. Yfirleitt er fólk að sækja sér vinnu eða framfærslu, ýmsir leggja land undir fót til þess að stunda nám eða koma á betri tengslum við fjölskyldumeðlimi og vini. Slíka flutninga mætti túlka sem frjálsa fólksflutninga þó svo að skilin séu ekki alltaf mjög skörp á milli þess hvenær við ferðumst af fúsum og frjálsum vilja og hvenær við neyðumst til að færa okkur um set. Á undanförnum árum hafa þvingaðir fólksflutningar aukist umtalsvert þar sem stríð og pólitískur óstöðugleiki í mörgum löndum hefur leitt til þess að fleira fólk en áður neyðist til að flýja heimkynni sín. Við lok ársins 2020 voru 82.4 milljónir manna, þar af meirihluti börn og ungmenni, á flótta í heiminum. Til að læra meira um flóttafólk getur þú skoðað heimasíðu Rauða Krossins eða Amnesty International á Íslandi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=