Sjálfbærni

17 Oft er talað um að til séu margar tegundir menningar. Þá má segja að hver þjóð eigi sér ákveðna menningu og að hægt sé að sjá mun á menn- ingu einnar þjóðar og annarrar. Hægt er að skilgreina menningu sem samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Þar með teljast listir og bókmenntir en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Það er eðlilegt að vera stolt af eigin uppruna og þjóð en það þýðir ekki að gera megi lítið úr menningu og siðum annarra. Þegar fólk metur aðra menningarheima einungis með hliðsjón af eigin menningu og lítur svo á að hún sé betri eða réttari en önnur kallast það þjóðhverfa. Stundum erum við ómeðvituð um hvernig gjörðir okkar snerta aðra til dæmis þegar við höldum á lofti gildi eigin menningar eða viðurkennum ekki menningu sem er ólík okkar. Slíkt gerist auðveldlega við jólahald og ýmsa mikilvæga viðburði eða hefðir sem eru vinsælar og samþykktar í ákveðnu samfélagi en ekki endilega viðeigandi í öðrum samfélögum. MENNING, FJÖLMENNING OG FORDÓMAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=