Sjálfbærni

16 Á hvaða hátt er sjónarhorn strákanna tveggja og Malih ólíkt? Áhugi Snorra og Einars á reynslu flóttafólks er eðlilegur og það er jákvætt að vilja gera hana sýnilegri til að auka eigin skilning og annarra. Það má samt ekki gera ráð fyrir því fyrir fram að Malih kjósi að tala fyrir hönd alls flóttafólks eða vera í sviðsljósi bekkjarins með reynslu sína. Malih langar ekki að taka þátt í verkefninu sem viðmælandi en gæti kannski langað til að vera með á einhvern annan hátt. Hvaða aðrir möguleikar eru til staðar þannig að hann geti tekið þátt? Svo virðist sem Snorri og Einar telji að Malih sé vel settur með vini sínum Jan og að hann hafi ekki áhuga á að kynnast öðrum í bekknum líka. Ætli það sé rétt? Getur verið að Malih langi til að kynnast þremenn- ingunum og ef til vill eignast þá að vinum? Snorri og Einar voru vingjarnlegir við Malih þegar hann kom fyrst og fannst sjálfsagt að sýna honum skólann líkt og kennarinn bað þá um. Þeir hugleiddu kannski ekki að gefa Malih meiri gaum, að gefa sjálfum sér og honum tækifæri til að kynnast. Ef til vill fundu þeir til óöryggis og fannst Malih hljóta að vera allt öðruvísi en þeir. Eðlilegt er að finna til óöryggis gagnvart því sem er ókunnugt. Það getur samt borgað sig að kanna málið því oftar en ekki komumst við að því að við eigum svo margt sameiginlegt. Við getum líka lært ýmislegt nýtt, kynnst öðrum siðum og venjum eða annarri sýn á lífið og tilveruna. Færa má rök fyrir því að flest viljum við tilheyra hópi og samsama okkur þeim hópi. Ákveðinn félagslegur samanburður fer fram þegar við tökum ákvörðun, meðvitað eða ómeðvitað, um það hverjum við tilheyrum. Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin getur verið erfitt að slíta sig frá þeim hópum sem við tilheyrum eða bjóða öðrum sem standa utan hans að vera með. + Óttuðust Snorri og Einar að aðrir í bekknum misstu álit á þeim ef þeir yrðu vinir Malih? + Er jafn líklegt að Snorri og Einar myndu eignast nýjan vin ef þeir legðu sig fram um að kynnast Malih, áhugamálum hans og persónu? + Hvernig gætu Snorri og Einar sýnt gott fordæmi og verið fyrir- mynd í samskiptum sínum við Malih?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=