Sjálfbærni

15 Sjónarhorn Snorra og Einars: Félagarnir Snorri og Einar vinna verkefnið saman og ákveða strax að sniðugast sé að taka viðtal við Malih sem hafði flúið með fjölskyldu sinni frá Sýrlandi. Þeim finnst líklegt að Malih verði stoltur að fá að segja frá reynslu sinni. Snorri rifjar upp að þegar Malih kom fyrst hafi umsjónarkennarinn beðið hann og Einar að aðstoða Malih, sýna honum skólann, til dæmis hvar matsalurinn og íþróttasalurinn væri. Snorri man einnig að allir í bekknum tóku vel á móti Malih en fljótlega hafi hann og Jan, sem er frá Póllandi, svo orðið góðir vinir. Sjónarhorn Malih: Malih er enn að laga sig að skólanum. Hann hefur kynnst einum bekkjarfélaga sínum ágætlega en aðeins spjallað stuttlega við aðra eins og Snorra og Einar og verður því hissa þegar þeir sýna áhuga á því hvernig hann kom til landsins. Strákarnir virðast spenntir en Malih þykir þessi athygli óþægileg. Strákarnir höfðu ekki sýnt neinn áhuga á að kynnast honum fyrr en nú við gerð verkefnisins. Þetta finnst Malih undarlegt og hann langar ekki að taka þátt í verkefninu á þennan hátt. Tökum tilbúið dæmi um mismunandi skilning og viðbrögð nemenda sem vinna skólaverkefni: „Í samfélagsfræði í 9. bekk á að vinna hóp- verkefni um veruleika flóttafólks og kynna svo fyrir bekknum. Einn hópurinn gerir verkefnið með því að taka viðtal við bekkjar- félaga sem kom frá Sýrlandi sem flótta- maður ásamt fjölskyldu sinni og verið í bekknum í fimm mánuði.“ DÆMI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=