Sjálfbærni

14 Raunin er sú að eitt helsta einkenni nútímasamfélaga er menningarlegur margbreytileiki. Menningarlegur margbreytileiki snýst bæði um það sem sameinar okkur og það sem gerir okkur ólík. Þess vegna skiptir það ekki síður máli að tengjast og kynnast alls konar fólki og læra að þekkja heima sem eru frábrugðnir okkar. Það skiptir máli að hlusta á ólíkar sögur sem endurspegla ólíkar upp- lifanir og reynslu fólks. Það er raunveruleg hætta í því að byggja þekk- ingu okkar og skilning á einsleitum sögum eða einfölduðum hug- myndum um heiminn og fólkið sem í honum býr. Til þess að skilja þetta betur er mikilvægt að leggja sig fram um að setja sig í spor annarra. Í því felst að átta sig á að til eru ólík sjónarhorn sem kalla á mismunandi viðbrögð og tilfinningar við sömu aðstæðum. Við lifum öll í sama heimi en sjáum hann og upplifum með ólíkum hætti, sama hvort við búum í sama nærumhverfi eða fjarri hvert öðru. MENNINGARLEGUR MARGBREYTILEIKI Þrátt fyrir að sjónarhornin séu fjölmörg fá ekki alltaf öll að njóta sín. Sumum reynist auðvelt að tjá sig og koma hugmyndum sínum á fram- færi á meðan aðrir fá til þess mun færri tækifæri. Í hefðbundnu skólastarfi getur verið erfitt fyrir þau sem t.d. tala ekki tungumálið sem notast er við í kennslunni, að tjá skoðanir sínar. Hvernig myndir þú segja þína eigin sögu? Hver væru aðalatriðin, hvernig myndir þú lýsa þér sem manneskju, hvaða reynsla eða bakgrunnur hefur mótað þig? Eru þetta þættir sem eru sameiginlegir eða ólíkir reynslu, siðum og menningu annars fólks? Hvernig gæti saga annarra í bekknum þínum hljómað? Þekkir þú ólíkar sögur þeirra? Eru allir í bekknum þínum í jafnri stöðu til að segja sína sögu eða deila sjónarhorni sínu á eigin forsendum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=