Sjálfbærni

13 Þetta er góð og gild nálgun enda skiptir máli að skilja bæði eigin stöðu í samfélaginu og annarra. En er nóg að hugsa um allt það sem sameinar okkar eða ættum við líka að geta komið auga á og öðlast skilning á þeim ótal þáttum sem móta okkur með ólíkum hætti og gera okkur einstök? Menntun getur eflt getu nemenda til aðgerða, gefið þeim tilfinningu fyrir því að það skiptir máli hvað þeim finnst og að hægt sé að haga sér í samræmi við eigin sannfæringu og breyta hlutum. Auk þess getur menntun líka stuðlað að gagnrýninni afstöðu til sam- félagsins, kennt nemendum að ekki sé hægt að treysta því að allt sé réttlátt og að allir hafi jafnan aðgang að lýðræðislegum vett- vangi, heldur þurfi að sjá til þess að svo sé, jafnvel með töluverðri fyrirhöfn (Grunnþættir menntunar: lýðræði og mannréttindi, bls. 30). + Hvernig myndir þú vilja hafa heiminn í framtíðinni? + Hvernig heimur er góður heimur í þínum augum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=