115 Með því að vinna að sjálfbærri framleiðslu og neyslu erum við einnig að vinna að mörgum öðrum markmiðum. Eins og t.d. að minnka fátækt og hungur, bæta heilsu og vellíðan, auka jöfnuð og jafnrétti, draga úr losun koltvísýrings CO2 og minnka önnur neikvæð umhverfis- áhrif og auka líkur á friði og réttlæti, svo fátt eitt sé nefnt. Það er áskorun að snúa við blaðinu og stefna í átt að sjálfbærara samfélagi. Mörg mál, eins og loftslagsmál geta verið ógnvekjandi, yfir- þyrmandi og flókin. Hræðslan má þó ekki leiða til þess að við förum í afneitun og stingum höfðinu í sandinn. Við þurfum að trúa því einlæglega að við getum og ætlum að breyta heiminum til batnaðar. Með því að láta aðgerðirnar tala getum við tekið á loftslagskvíðanum og búið til eitthvað jákvæðara og áhrifameira. Bjartsýni gefur okkur styrk, þor og kjark til að hafa áhrif og við þurfum að vera staðföst til að hafa úthald og hugmyndaauðgi til þess að finna og feta nýjar leiðir að framtíðarsýn um umbreytingu samfélaga. Þegar fólk finnur sig sem hluta af lausn- inni fær það styrk og gleði. LOKAORÐ Góð leið til þess að finna út hvaða aðgerðir þú vilt leggja áherslu á til þess að vera hluti af lausninni er að spyrja sig eftirfarandi spurningar: + Hverju hefur þú áhyggjur af? + Hvað myndir þú vilja sjá gerast? + Hvað getur þú gert í þessu máli? Brettum upp ermarnar og höfum í huga að: „Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað!“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=