Sjálfbærni

113 Endurvinnum Endurvinnsla er vissulega mikilvæg en við ættum bara að endurvinna það sem við getum ekki afþakkað, sleppt því að kaupa eða endurnýtt. Þegar við þurfum að kaupa eitthvað í umbúðum sem þarf að endurvinna, getum við í það minnsta valið að kaupa það sem raunverulega er hægt að endurvinna. Skoðið umhverfismerkin á vef umhverfisstofnunar til að vita meira. Áhrif okkar á stjórnvöld og fyrirtæki „Þú ert aldrei of smár til að geta haft áhrif“ – eru mikilvæg orð hennar Gretu Thunberg. Hún hefur svo sannarlega sýnt það í verki með því að eiga stóran þátt í þeirri miklu alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks í baráttu fyrir alvöru loftslagsaðgerðum. Hún er gott dæmi um að venjulegt fólk getur haft mikil áhrif á breytingar í samfélaginu. Við getum öll haft áhrif. Breyting á eigin gildum og neyslu er mikilvægur upphafspunktur nauðsynlegra kerfisbreytinga. En áhrif okkar geta náð enn lengra. Einstaklingar geta skapað mikinn þrýsting á fyrirtæki, stjórnmálafólk og aðra einstaklinga. Áhrif okkar margfaldast þegar okkur tekst að hafa áhrif á aðra. Við getum kosið að hafa áhrif á aðra sem einstaklingar eða hluti af heild, eins og í grasrótarhreyfingu. Við getum einnig tekið þátt í eða hrundið af stað átaksverkefnum. Grasrótarhreyfing er samtök fólks sem berst fyrir ákveðnum málstað utan hefð- bundinna stjórnmálaflokka. Máttur gras- rótar getur verið mikill ef fólk innan hennar vinnur saman að settu markmiði. Dæmi um slík samtök á Íslandi eru Ungir umhverfissinnar og Landvernd. Dæmi um átaksverkefni eru Plastlaus september og Vakandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=