Sjálfbærni

112 Endurnýtum Það eru mikil verðmæti í hlutunum, jafnvel þó við séum hætt að nota þá. Föt er hægt að gefa eða selja áfram, eða nota efnið til þess að sauma eitthvað glænýtt. Sama má segja um hluti. Raftækjum má stundum skila til framleiðanda eða aðila sem gerir þau upp og selur aftur. + Kaupum notað frekar en nýtt. + Fáum hluti lánaða í stað þess að kaupa þá. + Leigjum hluti sem við þurfum aðeins til skamms tíma. + Gefum gömlum hlutum nýjan tilgang með því að breyta þeim í eitt- hvað annað. + Gefum það sem við notum ekki lengur, t.d. föt, leikföng og hverskyns hluti til þeirra sem gætu notið góðs af því.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=