Sjálfbærni

111 Þegar við kaupum eitthvað inn er góð regla að skoða hvort varan samræmist okkar gildum. Frá hvaða landi kemur varan? Fær starfsfólkið í framleiðslunni mannsæmandi laun? Hefur varan þungt vistspor? Hvaða áhrif hafði varan á velferð dýra? Oft getur verið erfitt að finna svörin við öllum spurningum okkar. Til þess að einfalda okkur valið er gott að þekkja viðurkennd umhverfismerki sem segja til um t.d. framleiðsluhætti, umhverfisáhrif og mannréttindi. Það að endurhugsa neysluna felur líka í sér að skoða ferðalögin sem við förum í og hvernig við ferðumst. Förum við til dæmis á bíl í skólann eða hjólum við? Förum við í margar styttri utanlandsferðir á ári eða eina lengri? Allt þetta hefur áhrif á vistsporið okkar. Afþökkum Með því að afþakka allan óþarfa spörum við okkur tíma, þar sem við þurfum ekki að finna pláss fyrir óþarfan eða finna út hvernig á að skila honum til endurvinnslu þegar þar að kemur. Færð þú stundum óþarfa í jólagjöf eða afmælisgjöf? Gott ráð er að segja öllum gestum hvað þú raunverulega vilt fá að gjöf. Ertu að safna þér fyrir einhverju? Láttu mömmu og pabba segja öllum frá. Það eykur líkurnar á því að þú fáir pening fyrir því sem þig langar í og minnkar líkurnar á að þú fáir óþarfa í gjöf. Svo má líka velja gott málefni og styrkja góðgerðasamtök fyrir gjafaupphæðina. Einföldum og kaupum minna Með því að einfalda og kaupa minna spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til. Nokkur ráð sem hjálpa þér við þetta skref eru: + Förum vel með hluti svo þeir endist lengur. + Söfnum fyrir gæðavörum og fötum sem endast lengi, í stað þess að kaupa ódýr föt og vörur sem endast stutt. + Ef þig langar að kaupa eitthvað er gott að bíða í nokkra daga og sjá til hvort löngunin endist. + Forðumst að fara svöng að versla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=