Sjálfbærni

110 með jörðina og koma vel fram við aðra. Með því að stuðla að verndun jarðarinnar berum við virðingu fyrir henni. Ef virðing er okkur efst í huga er ójöfnuður gegn innri sannfæringu okkar. Gildið nægjusemi er líka lykilatriði í því að stuðla að sjálfbærri framleiðslu og neyslu. Ef nægjusemi væri eitt af þínum gildum í lífinu, hvaða afstöðu tækir þú til eftirfarandi staðhæfinga? Rétt eða rangt? + Ég get keypt mér hamingju. + Ég hef ekki þörf á því að kaupa mér sífellt meira. Það sem ég á nægir mér. + Ég hugsa jákvætt og er þakklát/ur fyrir það sem ég á. + Mig skortir ekkert þannig séð en ég er sífellt að hugsa um það næsta sem ég ætla að kaupa mér. Getur þú nefnt dæmi um það sem gerir þig hamingjusama/n og tengist ekki neinum hlutum? Einstaklingsframtakið Margt getum við sjálf gert til þess að hafa áhrif á umhverfismálin og sjálf- bæra þróun og minnka þannig vistsporið okkar. Neysluþríhyrningur Landverndar er hannaður til þess að hjálpa einstaklingum við nákvæmlega þetta. Endurhugsum Það mikilvægasta sem við gerum til þess að draga úr eigin neyslu er að endurhugsa hana. Hvað erum við að kaupa og nota og af hverju? Er eitthvað af því óþarfi? Manstu eftir einhverju sem þú hefur keypt þér sem þú notaðir lítið sem ekkert? Mataræðið er eitt af því sem við getum endurhugsað. Það þýðir ekki að við ættum að borða minna, heldur skiptir mestu máli hvað við borðum og hvort við erum að henda mat. Matur er misjafnlega umhverfisvænn og einn þriðji af framleiddum mat fer í ruslið. Það er eins og þú myndir fá þér þrjá skammta af hádegismat og henda einum strax í ruslið áður en þú sest við borðið og snæðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=