Sjálfbærni

11 Stundum er talað um að heimurinn sem við búum í sé að verða sífellt minni eða samtengdari, en hvað þýðir það? Varla hefur hann minnkað að flatarmáli? Tæknin tengir okkur við aðra hluta heimsins og gerir okkur auðveldara að fylgjast með fréttum og viðburðum utan úr heimi. En tæknin er ekki það eina sem tengir okkur saman. Við tengjumst líka í gegnum samfélög, náttúru og sameiginlegt efnahagskerfi. Þetta þýðir að flestar þær breytingar sem eiga sér stað í heiminum snerta okkur öll sem búum í honum en þó með misjöfnum hætti. Út frá slíkum hugleiðingum kom fram hugtakið hnattræn borgaravitund en árið 2012 lagði þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna það hugtak til sem eitt af aðalmarkmiðum menntunar til viðbótar við jafnt aðgengi að menntun og gæði menntunar. Með þessu skrefi vildi hann leggja áherslu á að menntun ætti, umfram allt, að styðja við ungt fólk til þess að tengjast heiminum og uppgötva leiðir til að gera hann að betri stað. MENNINGARLEG FJÖLBREYTNI HNATTRÆN BORGARAVITUND

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=