Sjálfbærni

109 Hver eru gildin okkar og hvernig tengjast þau neyslu? Það mikilvægasta af öllu er að skoða gildin okkar því neysla mótast af þeim og út frá þeim getum við sett okkur markmið í lífinu. Hvað skiptir okkur mestu máli, fyrir hvað stöndum við? Hvaða eiginleika metum við í fari annarra og viljum hafa sjálf? Það eru gildin okkar. Það góða við gildi er að það má velja sér mörg til þess að fara eftir. Að vera meðvitaður um gildi sín og og minna sig reglulega á þau getur skipt miklu máli við að stuðla að sjálfbærri þróun. Við erum meira en bara neytendur og verðum að vera meðvituð um það og lifa eftir því. Ef virðing væri eitt af þínum gildum í lífinu, hvaða afstöðu tækir þú til eftirfarandi staðhæfinga? Rétt eða rangt? + Það er allt í lagi að ég hendi rusli í hafið, það er hvort sem er svo lítið og hafið er svo stórt. + Það skiptir mig máli að vita að sá sem bjó til stuttermabolinn minn fékk mannsæmandi laun. Virðing felur í sér að við setjum okkur í spor annarra, með velvild í huga og skoðum málin frá sjónarhorni annars aðila. Virðing er að fara vel

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=