108 Dæmi um grænþvott + Vara er markaðsett með óljósum staðhæfingum um umhverfisáhrif sem erfitt er að sanna. + Fyrirtæki eyðir meiri tíma í að fullyrða um að það sé grænt heldur en það eyðir í að innleiða viðskiptahætti sem lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. + Upplýsingum um mengun er leynt fyrir almenningi til þess að afurð virðist umhverfisvænni. + Almenningur er sannfærður um að vara sé umhverfisvæn með því að bera hana saman við verri valkost af sömu gerð. + Aðili gerir mikið úr framlagi sínu til umhverfismála sem er þó lítilvægt, borið saman við þann skaða sem aðili veldur og er haldið leyndum. + Settar eru fram staðhæfingar um umhverfisvænleika sem eru einfaldlega rangar. Við þurfum alltaf að beita gagnrýninni hugsun á auglýsingar. Rafmagnsbíll er vissulega umhverfisvænni en bensínbíll en það er þó enn umhverfisvænna að velja annan samgöngumáta á borð við hjól, strætó eða að fara fótgangandi þegar það hentar. Að sama skapi er nestisbox úr bambus vafalaust umhverfisvænna en álíka box úr plasti. En ef þú átt hins vegar nú þegar nestisbox úr plasti, þá er umhverfisvænast fyrir þig að nota það áfram á meðan það endist. Hvað getum við gert? Til þess að koma á mikilvægum breytingum í átt að sjálfbærri þróun eins og Sameinuðu þjóðirnar kveða á um þarf bæði öflugar aðgerðir stjórnvalda og breytingar á okkar eigin hugsunarhætti og lífs- mynstri. Slíkar breytingar tengjast m.a. gildum okkar og viðhorfum auk getu og vilja okkar til aðgerða. Öll getum við haft mjög mikil áhrif á neysluna í okkar eigin lífi. Auk þess getum við hvatt aðra til aðgerða og komið málefninu á dagskrá stjórnvalda. Byrjum á því að skoða hvað það er í okkar eigin lífi sem hefur áhrif.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=