Sjálfbærni

107 Hringrásarhagkerfið er ein af mörgum breytingum sem þurfa að eiga sér stað til að stuðla að sjálfbærri framleiðslu og neyslu. Hér eru nefndar nokkrar fleiri breytingar: Það er í höndum stjórnvalda og fyrirtækja að koma flestum ofan- greindum breytingum á laggirnar. Ríkin þurfa að setja lög og reglur til að koma þessu í lag. Í fullkomnum heimi gætu einstaklingar treyst því að það sem er framleitt hafi ekki skaðleg áhrif á fólk, dýr eða náttúruna. Grænþvottur Í kringum okkur eru allskyns upplýsingar um hitt og þetta sem okkur er talin trú um að sé umhverfisvænt. Nauðsynlegt er að beita gagnrýninni hugsun á þessar upplýsingar og velta sannleiksgildinu fyrir okkur. Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki, stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar villa um fyrir fólki með því að sýnast vera umhverfisvænni en þau raunverulega eru. + Nýta auðlindir á sjálfbæran hátt og virða að þær eru takmarkaðar + Nota aðra mælikvarða en hagvöxt til að meta velgengni þjóðar + Framleiða og neyta minna + Gæta réttlætis í nýtingu og dreifingu auðlinda + Þeir sem nýta auðlindir og menga borgi sanngjarnt verð fyrir það + Hröð skipti úr notkun jarðefnaeldsneytis yfir í endurnýjanlega orkugjafa + Skýrar reglur um starfshætti fyrirtækja varðandi sjálfbæra nýt- ingu og framkomu við starfsmenn + Endurhugsa, afþakka, einfalda og kaupa minna, endurnýta, endur- vinna (sjá bls 94)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=