106 Í þessum kafla verður fjallað um fjölmargar mögulegar lausnir í stöðunni. Enginn getur allt en allir geta eitthvað. Sumar lausn- irnar þurfa að koma frá stjórnvöldum á meðan aðrar þeirra byrja með okkur sjálfum. Í fullkomnu hringrásarhagkerfi myndu framleiðendur taka allar sínar vörur aftur og endurnýta hráefnin. Með hringrásarhag- kerfinu færum við okkur frá línulegu hagkerfi. Við getum hannað flestar vörur á þann hátt að þær endist lengur, hægt sé að gera við þær, endurnýta stærsta hlutann og endurvinna afganginn. Við þurfum ekki að eiga alla hluti heldur getum við leigt vörur eins og t.d. þvottavélar og skilað þeim til framleiðenda ef þeir eru hættir að virka. Hringrásarhagkerfið er ein af mörgum breytingum sem þurfa að eiga sér stað til að stuðla að sjálfbærri framleiðslu og neyslu. Hér eru nefndar nokkrar fleiri breytingar: Í ÁTT AÐ SJÁLFBÆRRI FRAMLEIÐSLU OG NEYSLU HRINGRÁSARHAGKERFI Er hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er. Þau hráefni sem notuð eru myndu þá ekki enda sem úr- gangur í náttúrunni. Þess í stað væru hráefnin endurnýtt.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=