Sjálfbærni

105 Til umhugsunar + Er mikil matarsóun á þínu heimili? + Hvaða matur endar oftast í ruslinu heima hjá þér? Hvers vegna? + Hvar var maturinn sem endar í ruslinu framleiddur? + Hvað gætir þú gert til þess að bregðast við stöðunni? Hvernig vitum við hvað við mengum mikið? Vistspor er aðferð til að mæla hversu mikið maðurinn hefur gengið á auðlindir jarðar, s.s. hversu hratt og mikið hann nýtir þær og býr til úr- gang, borið saman við það hversu hratt og mikið náttúran getur endur- nýjað þessar auðlindir og tekið við úrganginum. Vistspor segir til um það haf- og landsvæði sem við þurfum til að standa undir neyslunni okkar. Því meiri sem neyslan er því stærra er vistsporið. Ef allir lifðu eins og Íslendingar myndum við þurfa að minnsta kosti 6 stjörnur eins og jörðina til þess að standa undir neyslu okkar. Munur á vistspori þjóða er mikill og endurspeglar ójöfnuð heimshluta. Á Norðurlöndunum er vistsporið frekar hátt á meðan það er lágt í mörgum löndum Afríku og Suður-Asíu. Meðal vistspor landa í heim- inum í dag er 1,7 jarðir. Með þessum lifnaðarháttum okkar lifum við ekki innan þeirra þol- marka sem náttúran gefur, heldur lifum við á yfirdrætti, það er á kostnað komandi kynslóða. Það þýðir að mannkynið notar á hverju ári meira af auðlindum en jörðin getur endurnýjað á sama ári. Þetta hefur ekki alltaf verið svona en í kringum 1970 fór mannkynið að byrja að lifa á yfirdrætti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=