104 einungis ofnýtt og mengað auðlindir okkar heldur einnig annarra fátækari þjóða. Skoðum einfalt dæmi – fötin sem við klæðumst. Í dag eru enn þá einstaklingar á lífi sem hafa kynnst því að fötin voru aðallega framleidd úr efni sem kom frá heimabænum, til dæmis úr ull. Svo breyttist þetta smátt og smátt og fötin sem við klæðumst í dag hafa oft langa ferðasögu áður en þau koma í fataskápinn okkar. Hinn dæmigerði stuttermabolur í dag byrjar sitt „líf“ á bóndabæ í Bandaríkjunum, Kína eða á Indlandi þar sem bómull er framleidd með notkun á miklu vatni, tilbúnum áburði og oft skordýraeitri. Bómullin er síðan hreinsuð, pakkað saman og flutt til annars lands þar sem unnið er áfram með hann og búið til efni. Það er síðan flutt í lönd þar sem hægt er að finna ódýrt vinnuafl eins og í Bangladess eða Kína. Þar er efnið saumað saman og stuttermabolurinn útbúinn. Að lokum er varan flutt til ríkra landa eins og Norðurlandanna þar sem við kaupum bolinn í verslun. Gífurlegur munur er á neysluhegðun milli ríkra og fátækra. Ríkasta 1% jarðarbúa á meiri auð en hin 99% til samans og því ríkari sem þú ert því meira ert þú líka að menga (meira um óréttlæti og réttlæti í kafla um mannréttindi). Þriðjungur matvæla í heiminum endar í ruslinu. Maturinn kemur iðulega frá fátækari löndum þar sem fleiri þjást af hungri. Við í ríkum löndum erum jafnvel að henda mat sem var framleiddur í fátækum löndum og nálægt fólki sem þjáist af hungri.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=