Sjálfbærni

103 Ósjálfbær neysla og framleiðsla Ekkert verður til úr engu, allt kemur úr náttúrunni og fer aftur til náttúrunnar. Þannig er hreyfing allra lífvera og efna í stöðugum hring- rásum (sjá kaflann um sjálfbærni í náttúrunni). Maðurinn er hluti af náttúrunni og var upphaflega hluti af þessum náttúrulegu hring- rásum en raunveruleikinn í dag er annar. Með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi myndum við fella jafn mörg tré og gætu vaxið upp á nýtt og án þess að trufla samspil lífvera og annarra efna í skóginum. Við ræktun á mat myndum við passa upp á frjósemi jarðvegs og lífbreytileika og að nota ekki skaðleg efni sem geta safnast upp í umhverfinu. Framleiðsla og úrgangur úr einni hringrás er hráefni fyrir þá næstu og svo koll af kolli. Þannig er t.d. búfjáráburði (kúk og hland úr búfé) safnað saman og síðan dreift á túnin sem áburði er gefur plöntum næringu og viðheldur frjósemi jarðvegs. Lífrænn úr- gangur (matarleifar) geta orðið að góðri næringu fyrir grænmetisgarðinn með því að búa til moltu. Það ríkir mikið óréttlæti og ójöfnuður í dreifingu og útdeilingu á neysluvörum, bæði innan og milli landa (sjá kafla um mannréttindi). Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og við í ríku löndunum höfum ekki LÍNULEGT HAGKERFI Í staðinn fyrir að vinna með hringrásum náttúrunnar höfum við byggt upp línulegt hagkerfi þar sem við tökum efni úr náttúrunni, framleiðum eitthvað úr því, notum það í ákveðinn tíma og hendum því svo. Úrganginn er oft erfitt að endur- nýta og endurvinna þannig að hann verður ekki áfram hráefni í hringrásum náttúrunnar. Þess í stað safnast hann upp og getur verið skaðlegur náttúr- unni, eins og t.d. raftækjaúrgangur. Sjálfbærni felur m.a. í sér að við nýtum náttúrulegar auðlindir jarðarinnar á þann hátt að þær geti endurnýjað sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=