101 Með aukinni tækni og framþróun í samfélaginu hafa kröfur okkar og tækifæri aukist mikið. Alla jafna er að finna mun meira af fötum, framandi matvælum og tækjum á heimilum Norðurlanda í dag en áður. Það er ekki svo langt síðan fólk þurfti að afla sér eigin mat- væla, t.d. með því að veiða sér í soðið eða mjólka kúnna á bænum. Föt voru unnin úr ull sem kom af kindunum af bænum og símar voru ekki einu sinni til á hinu hefðbundna heimili á Norðurlöndunum. Framleiðslan og neysla okkar haldast í hendur og hefur hún aldrei verið meiri en nú. Í dag vitum við meira en áður um þau áhrif sem lífstíll okkar hefur á jörðina. Mikilvægt er að við þekkjum öll áhrifin og kunnum að bregðast við þeim (sjá kafla um loftslagsbreytingar). Heimsmarkmið 12 krefst þess að unnið verði að sjálfbærri framleiðslu og neyslu í náinni framtíð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=