Sjálfbærni

100 Við jarðbúar erum öll hluti af hringrás jarðarinnar og það sem við gerum hefur áhrif á annað fólk og umhverfið alls staðar á jörðinni. Áhrifin eru mismikil, til dæmis eftir því hvar við búum, hvað við eigum mikla peninga og hvað við erum gömul. Við erum öll neytendur en við erum líka svo miklu meira en það. Neysla felur í sér allt sem við kaupum, borðum og notum á annan hátt. Við erum neytendur bæði vegna þess að við viljum það og vegna þess að án þess er okkur varla hugað líf. Við þurfum til dæmis að borða og fæst okkar hafa tíma í daglegu lífi til þess að gera matinn okkar alveg frá grunni. Meira að segja þegar við gerum heimagerða pítsu, þá er einhver annar búinn að rækta korn og mala hveiti fyrir okkur. Jafnvel þótt við gætum gert það sjálf þá þyrftum við bakaraofn til að baka pítsuna og það er ekki fyrir hvern sem er að búa hann til. Í bakara- ofninn þarf ýmsar skrúfur, málma, rafmagn, hnappa og fleira. Allt þetta þarf einhver að búa til og efnin sem þarf í það verk koma frá jörðinni. INNGANGUR Allt sem við kaupum, borðum og notum kemur frá jörðinni. Allt sem er í kringum okkur, hefur jörðin útvegað. Fötin sem við klæðumst, matinn sem við borðum, tölvuna á heimilinu, sjónvarpið, fjarstýring- una og lengi mætti áfram telja. En heimili okkar á Norðurlöndunum litu allt öðruvísi út fyrir 100 árum síðan. Umhugsunarefni: Veltu því fyrir þér hvernig amma þín, afi eða aðrir af þeirri kynslóð lifðu. + Var jafn mikið dót á heimilinu? + Hvernig leit eldhúsið út? Heldurðu að það hafi verið til hrærivél og blandari? + Áttu þau jafn mikið af fötum og fólk í dag?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=