Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar
Grunnþættir menntunar 59 Vistspor mannsins (bls. 25). Á erlendum vefsíðum getur fólk sett inn eigin neyslu og lífshætti og reiknað út hve marga jarðarhektara það notar. Slík reiknivél hefur ekki verið gerð fyrir íslenskar aðstæður en elstu nemendur gætu þó gruflað í þessu sér til fróðleiks. (Sjá t.d. http://www.footprintnetwork.org/en/index.php/ GFN/page/calculators/.) Í átt til sjálfbærni (bls. 28). Verkefni sem má aðlaga flestum skólastigum. Minni og meiri hagvöxtur (bls. 30). Umfjöllun um hagvöxt getur verið erfið en er mikilvæg. Orðið heyrist eða sést í fjölmiðlum flesta daga. Elstu nemendur gætu skoðað töflu eins og þá sem þarna er og velt málinu fyrir sér. Geta þeir fundið fleiri dæmi sem setja mætti í svona töflu. Er þetta virkilega svona? Hvers vegna? Skýrsla Oxfam (bls. 31). Fréttastofa RÚV benti á þessa skýrslu í janúar 2013. Oft koma fréttir í fjölmiðlum sem tengjast beint sjálfbærri þróun eða sem auðvelt er að tengja henni. Hvetja ætti nemendur að fylgjast með fréttum og leyfa þeim að ræða ýmislegt sem þar er fjallað um í samhengi við umhverfismál og aðra þætti sjálfbærrar þróunar. Ólíkar auðlindir (bls. 32). Í umfjöllun um umhverfismál og sjálfbæra þróun eru ýmsar gerðir auðlinda oft nefndar. Nemendur ættu að þjálfa sig í að velta fyrir sér hver sé uppruni ýmissa efna sem þeir nota. Óskilafatnaður og fjármálalæsi (bls. 33). Auk þess að finna hvað óskilafatnaður kostar í peningum gætu nemendur líka velt fyrir sér hver kostnaður náttúrunnar væri a.m.k. við sum fötin, sbr. verkefnið Kostnaður náttúrunnar, bls. 50. Æviferill tveggja burðarpoka (bls. 34). Á sama hátt og hér er rakinn æviferill burðarpoka má rekja feril ýmissa hluta og afurða, sjá líka verkefnið Kostnaður náttúrunnar, bls. 50. Lífsþarfir (bls. 37). Þeir sem ferðast um óbyggðir með allar nauðsynjar á bakinu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=