Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 56 Sólin sortnar, sígur jörð í haf, bjartar stjörnur blikna á himni. Eldur leikur um askinn mikla, háir logar hita himin sjálfan. 45 Í áratugi hafa ríkustu þjóðir heims teflt fram færustu vísindamönnum og varið miklum fjármunum í rannsóknir á himingeimnum. Markmið rannsóknanna eru ekki síst þær að leita að lífi í óendanlegum víddum alheimsins. Þrátt fyrir mikla og kostnaðarsama athugun í ýmsum kimum veraldar hefur þar þó ekki fundist arða af lífi. Hvað þá að hafi fundist hnöttur sem iðaði að lífi eins og okkar lifandi Jörð. Reyndar er Jörðin ekki okkar. Nær væri að segja að hún ætti okkur og allar þær komandi kynslóðir manna og annarra lífvera sem á henni gætu lifað í framtíðinni ef við lærðum að haga okkur skikkanlega. Völuspá spáði ekki aðeins heimsendi heldur líka að ný jörð risi úr sæ. Látum þá spá rætast. Upp sá ég koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna. Falla fossar, flýgur örn yfir, sá sem fiska á fjalli veiðir. Sal sá ég standa sólu fegri, gulli þakinn á Gimli. Þar skulu dyggar þjóðir búa og alla daga yndis njóta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=