Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 55 um gæðaviðmið skóla í menntun til sjálfbærni sem er byggt á reynslu verkefnisins Skólar á grænni grein . Á þessu sviði eru Íslendingar ekki einir í heiminum 39 . Á þeim áratugum sem liðnir eru síðan þjóðir heims samþykktu þróun til sjálfbærni hafa fjölmargir aðilar velt fyrir sér hugsanlegu skipulagi og aðferðum sem þeir skólar geta stuðst við sem vilja hefja og efla menntun til sjálfbærni. Bæði er um að ræða opinbera aðila og frjáls félagasamtök. Samtökin Foundation for Environmental Education 40 voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar og einbeittu sér í fyrstu að hafinu og mengun þess. Í kjölfar Ríó-92 efldust samtökin mjög og árið 1994 hófu þau að þróa verkefnið Skólar á grænni grein (Eco-Schools) 41 með stuðningi Evrópuráðsins. Markmið verkefnisins er að virkja ungt fólk í sínu nánasta umhverfi í viðfangsefnum að sjálfbærri þróun í anda Ríó-92. Frá því um aldamót hefur Landvernd 42 stýrt verkefninu hér á landi. Það hefur notið mikilla vinsælda og eru fjölmargir skólar af öllum skólastigum og víðs vegar um landið skráðir í það. 43 Kostur verkefnisins er ekki síst sá að það veitir skólum leiðsögn um hvernig þeir geta smátt og smátt fetað sig inn á slóð sjálfbærni með þátttöku alls skólasamfélagsins á lýðræðislegan hátt. Jörð úr ægi Móðir Jörð Jörðin er móðir alls lífs. Við erum öll af henni fædd. Hún er sjálf uppspretta mannlífsins og alls þess sem kvikt er. Eigi að síður hefur mannkynið komist upp með að umgangast hana eins og frekir og tillitslausir smákrakkar, líkt og dekurbörnum er oft tamt að koma fram við móður sína. Við gerum okkur dælt við hana, krefjumst alls af henni og ætlumst til að hún fyrirgefi okkur allt án þess að láta sér bregða. Hún er talin til þess gagnlegust að þjóna og valdafíkn og græðgi skirrast einskis þegar hún á í hlut. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti 44

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=