Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar
SJÁLFBÆRNI 54 það í augum en einhvers staðar verður að byrja. Fjölmörg dæmi eru um áhugasama kennara sem hafa lyft Grettistaki í menntun til sjálfbærni í eigin bekk og síðan smátt og smátt haft áhrif á aðra kennara í skólanum. Enn betra er þó þegar áhuginn er hjá yfirmönnum skólans og þeir leiðbeina kennurum og hvetja þá inn á þetta svið. Langbesti kosturinn er þó að samhljómur sé í öllum skólanum og sameiginleg ákvörðun tekin um að skólanum skuli á allan hátt stefnt til sjálfbærni eins og mögulegt sé. Áður en til þeirrar ákvörðunar kemur þarf starfsfólk skólans, allt sem eitt, að fá upplýsingar um hvað felst í menntun til sjálfbærni og því að skólinn stígi markvisst inn á þá braut. Halda þarf fundi með erindum og umræðum, fara í heimsóknir í aðra skóla og marka eigin skólastefnu sem góð sátt er um í skólasamfélaginu. Einnig þarf að kynna hugmyndina foreldrum og grenndarsamfélagi og fá stuðning þeirra og helst þátttöku. Fyrir nokkrum árum stofnuðu nokkrir starfsmenn Kennaraháskólans, nú Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, starfshóp undir yfirskriftinni: GETA til sjálfbærni, menntun til aðgerða. 38 Markmið hópsins er að styrkja rannsóknir og þverfaglega nálgun að menntun til sjálfbærni á Íslandi og hefur hann stundað rannsóknir, stýrt þróunarverkefnum og veitt ráðgjöf. Skýrslur GETU lýsa reynslu skóla af verkefnum til sjálfbærni, rannsókn á áherslum sem flokka mætti undir menntun til sjálfbærni í gömlum aðalnámskrám, úttekt á stofnunum og samtökum í íslensku samfélagi sem vinna markvisst að sjálfbærni, þróunarverkefnum skóla um þætti sem varða sjálfbærnimenntun og loks er þar að finna þýtt, evrópskt rit Framtíðin – umræður Hvernig verður þjóðfélagið eftir 20 ár? Þá verða þeir sem nú eru skólakrakkar orðnir fullorðnir. Getum við allan þann tíma haldið áfram að eyða auðlindum eins og við hefðum 16 himinhnetti sem eru sambærilegir Jörðinni? Ef ekki, hvað þá? Hvað þarf að breytast? Getum við séð fyrir okkur hvernig samfélagið verður þá eða þyrfti að vera? Ef við getum skapað okkur huglæga en þó raunhæfa mynd af samfélaginu eftir 20 ár getum við þá séð hvaða skref við ættum að stíga að því samfélagi? Getum við hafið þá vegferð nú þegar? Hvernig?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=