Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 48 að gera og hugsanlega finna upp svo að við getum lifað ásættanlegu lífi en samt á sjálfbæran hátt? Í kjölfar slíkra upplifunartíma koma óhjákvæmilega umræður. Til að taka þátt í sjálfbæru samfélagi þarf fólk að kunna að taka þátt í því og vera virkt og láta í sér heyra bæði munnlega og skriflega. Umræðutímar í bekk eru mikilvægir til kennslu. Nauðsynlegt er að þjálfa nemendur í umræðutækni þar sem skipst er á skoðunum og upplýsingum. Þjálfa þarf nemendur í að greina aðalatriði frá aukaatriðum og að skipuleggja mál sitt áður en þeir tala. Þeir þurfa líka að læra að hlusta, bera virðingu fyrir hugmyndum annarra, kunna að spyrja spurninga og draga saman aðalatriði og átta sig á hvernig má byggja skoðun og heildarmynd á hugmyndum margra – ekki bara þeirra eigin. Umræðutíma þarf að skipuleggja. Málefnið sem á að ræða þarf að vera afmarkað og markvisst og hugsanlega sett fram í spurningum. Gæta þarf þess að jafnræði ríki, að allir taki til máls. Það má t.d. gera með því að orðið sé látið ganga, að allir svari með sínum orðum og segi álit sitt eða hugmynd um ákveðið efni. Kennari getur bæði sjálfur stjórnað umræðunum, og þá er allur bekkurinn umræðuhópurinn, en einnig er gott er að þjálfa nemendur í að ræða saman í litlum hópum sem þeir stjórna sjálfir og draga saman niðurstöður sem þeir svo kynna hinum. Mikilvægt er aðnemendur þjálfist í aðgreina ýmiss konar aðstæður og vandamál, að þeir átti sig á hvar rætur ýmissa hagrænna, umhverfis- og samfélagsvandamála Úr Grænfánaskýrslu Hálsakots Á fimmtudagsmorgnum förum við 5–6 börn saman í hóp og einn fullorðinn með. Við þurfum ekki að fara langt, í nokkurra mín. fjarlægð frá leikskólanum er lítil tjörn og þangað er nóg að fara, stundum komumst við varla þangað, það getur verið svo margt „að njóta og upplifa„ á leiðinni. Það er alltaf eitthvað sérstakt að gerast í náttúrunni í kringum okkur, kúnstin er bara að taka eftir því og hvetja börnin til að gera það líka. Skoðum t.d. fuglana, sem eru alltaf einhverstaðar í kringum okkur, ef við bara horfum og hlustum. Hvert skyldi hann vera að fara? Hvernig er hann á litinn? Hvernig hreyfir hann sig? Hvað ætli hann borði? Sama á við t.d. um plöntur. Af hverju vex þessi planta hér? Hvers vegna eru blómin hennar svona litrík? Er einhver lykt af blómunum? 36

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=