Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 44 fólk skilji lögmál sjálfbærrar þróunar, þau gildi sem þar ríkja og hvernig megi innleiða hana og framkvæma. Nemendur þurfa að verða læsir á þessar greinar, skilja hugtök greinanna og geta beitt þeim sér til gagns og ánægju. Ríósáttmálinn og Dagskrá 21 tíunda ýmis lögmál sjálfbærrar þróunar og gildi hennar má finna í Jarðarsáttmálanum (sjá framar í þessu riti). Mikilvægt er að nemendur fái þjálfun og öðlist færni sem gerir þeim kleift að halda áfram að mennta sig á þessu sviði eftir að skóla lýkur, að vitund þeirra leiði til virkni og sem fullorðnir einstaklingar leggi þeir áherslu á að virða lögmál sjálfbærrar þróunar í starfi og einkalífi. Aðrir grunnþættir aðalnámskrár læsi, lýðræði, jafnrétti, sköpun, heilbrigði og velferð eru nauðsynlegir til að þessum markmiðum verði náð. Námsefnishöfundar og útgefendur þurfa að huga enn betur að þætti sjálfbærni en gert hefur verið. Það sama á við um stjórnendur menntastofnana. Menntun til sjálfbærni hefur áhrif á viðhorf og gildi. Um leið og viðhorf eða lífsgildi fólks breytast getur afstaða til ýmissa hluta eða fyrirbæra orðið önnur en fyrr. Oft hefur kostnaður eða hagkvæmni til skamms tíma ráðið vali fólks eða afstöðu til einhvers hlutar. Þegar sjálfbærnihugsun er tekin inn í það dæmi breytist oft afstaðan. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu. Efni sem þeir þekkja, hafa djúpan skilning á, geta þeir kennt nemendum sínum. Rétt eins og góður kokkur fær nýjar hugmyndir úr matreiðslubókum geta kennarar fengið hugmyndir af samskiptum við aðra kennara eða úr kennsluleiðbeiningum sem víða má finna í bókum og á netinu. Lykilatriði er þó að kennarar hafi góða þekkingu og skilning á sjálfbærri þróun og hafi vilja til að vinna sjálfir í takt við hana. Stundum heyrist fullorðið fólk segja að það geti ekki breytt háttum sínum, það sé of gamalt til þess, það verði bara að leggja áherslu á börnin, þau megi ala upp til sjálfbærni. Þetta er ábyrgðarlaust tal fólks að vilja sjálft fá að hegða sér að vild en ætla öðrum að lagfæra og taka til. Í þessu sem öðru verða kennarar að vera fyrirmyndir. Það þýðir lítið fyrir kennara að standa frammi fyrir bekk og segja nemendum hvað sé við hæfi að gera og gera það svo ekki sjálfur. Skóli sem ætlar að beita sér af alúð og metnaði við menntun til sjálfbærni verður að byrja á umgjörðinni um verkefnið, að vinnubrögð innan skólans séu í samræmi við mikilvæga þætti sjálfbærni, þar ríki lýðræði, gagnrýnin hugsun, umræður og þátttaka allra og allt starfsfólk skólans þarf að byggja upp þekkingu og skilning sem nýtist því í starfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=