Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 43 náttúrunni svo að hegðun hans, menning og samfélög hafa líka lengi verið ríkur þáttur í umhverfismennt. Hið manngerða hagkerfi heimsins, og verðmætamat þess, er í svo hrópandi andstöðu við lögmál náttúru og sanngirnissjónarmið samfélaga að ekki verður sneitt hjá gagnrýni á hagkerfið í umhverfismennt. Á síðasta áratugi 20. aldar fóru allir nemendur á fyrsta ári í Kennaraháskóla Íslands í gegnum tveggja eininga námskeið í umhverfismennt. Þar var ítarleg umfjöllun og vinna í öllum þessum þáttum. Námskeiðið féll niður um aldamót í kjölfar nýrrar aðalnámskrár og breytinga á kennaranámi. Umhverfismennt hefur ekki verið almenn í íslenskum skólum. Það hafa fyrst og fremst verið áhugasamir kennarar sem hafa lagt áherslu á slík fræði við nemendur sína en þó sífellt fleiri á undanförnum árum. Nú þegar sjálfbærni er ein af grunnstoðum aðalnámsskrár hlýtur þar að verða breyting á og allt skólafólk, stjórnendur, kennarar og þeir sem vinna með nemendum í skólum, verða að samþætta menntun til sjálfbærni í starf sitt. Mikilvægt er að þeir nýti sér þá reynslu sem fengist hefur í sambærilegri kennslu undanfarinna ára, afli sér þekkingar og taki skrefin, eitt og eitt í einu. Sjálfbærni er fjarlægt takmark og að þokast í átt til hennar er verkefni í stöðugri þróun sem allir þurfa að taka þátt í. Skólar þurfa að vinna með foreldrum og nærsamfélagi til að auðvelda skrefin og leitast við að gera þau samstillt. Þótt útlitið sé svart á ýmsum sviðum umhverfismála er mikilvægt að fylla nemendur ekki vonleysi heldur að leggja áherslu á lausnir, hvetja til dáða og efla kjark. Hvar á að byrja? Menntun til sjálfbærni þarf að hríslast um allt samfélagið en hér er fyrst og fremst horft til skólanna, námsefnis þeirra og kennslu. Menntun til sjálfbærni er, rétt eins og öll góð menntun, samþætt úr þekkingu, færni, gildum, heildarsýn í tíma og rúmi og tengslum við nánasta umhverfi. Mikilvægt er að fólk kunni að lifa sátt með sjálfu sér og með öðrum. En það er líka nauðsynlegt að fólk sé gagnrýnið og fært um að vinna að breytingum á sjálfu sér og samfélagi sínu til aukinnar sjálfbærni. 32 Þekking í náttúrufræði, samfélagsfræði og hugvísindum er nauðsynleg til að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=